Ferðaáætlanir o.fl. 2022
Ferðatilhögun sumarsins verður í grófum dráttum sem hér segir.
Sjá nánar hér að neðan.
Vorferð
10. – 12. júní Hegranes í Skagafirði.
Frá ferðanefnd. Sælir kæru félagar viljum minna á vorferðina sem verður helgina 10. til 12. júní í Félagsheimilinu í Hegranesi Skagafirði. Bingó klukkan 20:00 föstudagskvöld, vöfflukaffi klukkan 15:00 laugardag svo á laugardagskvöldið ætlar Sveinn frá Víðimel að taka upp nikkuna og kannski fleiri félagar. Verð á bíl fyrir helgina 3000 kr + rafmagn. Sjáumst hress, ferðanefndin.
Stóra ferðin
1. – 10. júlí, m/afmælisívafi.
1. – 3. júlí, Tjaldsvæðið Páfagarður Hauganesi.
3. – 6. júlí, Bólstaðarhlíð, Gamla Fjósið og nágrenni.
6. – 8. júlí Ásbyrgi Miðfirði.
8. – 10. júlí Dalabúð Búðardal, lokahóf.
Berjaferð
19. – 21. ágúst Ljósvetningabúð.
Árshátið
2. – 4. september Ýdalir
Með bestu kveðju fh. Ferðanefndar Sólveig Inga