Ef þið hafið einhverjar ábendingar varðandi efni sem hér ætti heima vinsamlegast sendið póst á umsjon@husbilar.is

Lokað hefur verið fyrir sölu bíla og fylgihluta hér á síðunni.
Fjölmargar sölusíður eru til á netinu og Facebook og bendum við fólki á að nýta þær.
Þessar síður eru flestar með gagnvirkum samskiptum og henta því betur en það form sem hér hefur verið boðið upp á.

logo3012.jpg Heimasíða Félags húsbílaeigenda
logo3012.jpg Spjallborð Félags húsbílaeigenda og annarra áhugamanna um slíka bíla.
husv.jpg Heimasíða Húsvagnafélags Íslands
icet1.gif Upplýsingavefur um tjaldsvæði á Íslandi.
20090525144239197.gif Upplýsingavefur um tjaldsvæði á Íslandi.
background.jpg Ferðaklúbburinn Heimaklettur
Ýmsar upplýsingar fyrir ferðalanga hérlendis. www.visitingIceland.is

Hér eru krækjur á heimasíður flestra húsbílaframleiðanda

 
Adria
www.adria-mobil.si
 
Ahorn-Camp
www.ahorn-wohnmobile.de
 
Alpen Kreuzer
www.alpenkreuzer.nl
 
Autostar
www.autostar.fr
 
Avento
www.avento.nl/
 
Bavaria-Camp
www.bavariacamp.de
 
Bawemo-Barnickel GmbH
www.bawemo.de
 
Bimobil
www.bimobil.com
 
Benimar
www.benimar.es
 
Challenger
www.challenger.tm.fr
 
Caravelair
www.caravelair.tm.fr
 
Carthago
www.carthago.com
 
Chausson
www.chausson.tm.fr
 
Cristall
www.cristall.de
 
Dethleffs GmbH
www.dethleffs.de
 Dipa
www.dipa-Reisemobile.de
 
 
Elnagh
www.elnagh.it
 
Eura Mobil
www.euramobil.de
 
Fendt
www.fendt-caravan.de
 
Fiat Fahrzeug Info
www.fiat-transporter.de
 
Fischer
www.fischer-wohnmobile.de  
 
Fleetwood
www.fleetwood.com/
 Frankia Fahrzeugbau Pilote GmbH&Co oHG
www.frankia.com  
 
Hehn Mobil
www.hehnmobil.de
 
Hobby GmbH
www.hobby-caravan.de
 
Hymer AG
www.hymer.com
 
H.R.Z Reisemobile
www.hrz-reisemobile.de
 Kabe
www.kabe.se
 
 
Karmann-mobil GmbH
www.karmann-mobil.de
 
Kip Caravans
www.kip-caravans.nl
 
Knaus
www.knaus.de
 
La strada
www.la-strada.de
 
Laika
www.laika.it/
 
Levoyageur
www.levoyageur.fr/
 
LMC Lord-Münsterland-Caravan
www.lmc-caravan.de
 
McLOUIS
www.mclouis.it/
 
Mobilvetta
www.mobilvetta.it
 
Niesmann + Bischoff
www.niesmann-bischoff.com
 
Nordstar
www.nordstar.de
 
Phoenix Reisemobile
www.phoenix-reisemobile.de
 
Pilote
www.pilote.fr
 
Rapido
www.rapido.fr
 
Reimo
www.reimo.com
 
Rimor
www.rimor.it/
 
RMB-Reisemobilbau GmbH
www.rmb-reisemobile.de
 
Robel Vertriebs GmbH
www.robel.de
 
Schwabenmobil
www.schwabenmobil.de 
 
Sterckeman
www.sterckeman.tm.fr
 
T.E.C
www.tec-caravan.de
 
Tabbert
www.tabbert.de
 
Tischer Freizeitfahrzeuge
www.tischer.ch
 
Vario Mobil Fahrzeugbau GmbH
www.vario-mobil.com
 
Weinsberg
www.weinsberg.com
 
Westfalia
www.westfalia-van.de 
  
 

Sólarsellur eru nokkurs konar rafalar sem umbreyta orku sólarljóss í raforku.
Sólarsellur eru myndaðar úr hálfleiðurum, efnum sem leiða rafmagn verr en
leiðandi efni en mun betur en þau sem teljast einangrarar. Algengasta hálfleiðandi
efnið sem notað er í sólarrafhlöður í dag er kísill (silicon).
Í stuttu máli virka sólarsellur þannig að hálfleiðandi efnið í þeim dregur til
sín hluta þess ljóss sem fellur á sellurnar. Orka ljóssins flyst við það til
hálfleiðarans og losar um rafeindir sem mynda síðan rafstraum. Með því að koma
fyrir málmþynnum ofan og neðan við hverja sellu er svo hægt að ná rafmagninu út
úr sellunni og nota það. Rafstraumurinn, ásamt íspennu sellunnar, ákvarðar
aflið eða vöttin (W) sem sellan getur framleitt.
Sólarsellur eins og gefur að skilja, framleiða ekki rafmagn nema ef birta kemur til.
Því er ekki um rafmagnsframleiðslu í myrkri að ræða. Í norður Evrópu hefur
reynslan sýnt að full afköst sólarsella nást um 10% tímans í meðalári en á
Íslandi má búast við aðeins lægri nýtingarhlutfalli eða um 9%.

Hér er meiri fróðleikur

 

Það hefur færst í vöxt að húsbílaeigendur búi bíla sína litlum bensínrafstöðvum
sem geta framleitt næga orku til að knýja algengustu heimilistæki af smærri gerð,
s.s. sjónvarp og videó/DVD spilara, auk þess að knýja hleðslutæki fyrir önnur
rafkerfi bílsins þegar „landrafmagn“ er ekki fáanlegt. Þá er oft nauðsynlegt
að létta á rafgeymanotkun þegar horft er á sjónvarp heilt kvöld, eða börnin
horfa á videóspólu að morgni. Slík lengri notkun getur tæmt rafgeyma og bakað
mönnum ama og vandræði. Í slíkum tilfellum hafa menn freistast til að láta
vélar bílanna hlaða rafgeymana, en inni í hóp bíla er slíkt allajafna ákaflega
illa séð, vegna hávaða og ólyktar. Eins og áður segir hafa menn í auknum mæli
leyst þessi vandamál með smárafstöðvum. Nokkrir staðir hérlendis selja slíkar
stöðvar, verðin eru ákaflega mismunandi og þjónustan væntanlega einnig.

Gunnar Th

Hér eru upplýsingar um vatnsíblöndunarefni fyrir drykkjarvatn ofl.

Aqua clean:  Drykkjarvatn þarf að vera bakteríufrítt. Almennt séð er vatn í Norður-Evrópu í háum gæðaflokki.Engu að síður er þó nokkuð algengt að gerlar finnist í drykkjarvatni.Þetta gerist í hvert sinn sem við geymum vatn yfir lengri tíma. Gerlar finnast einnig í slöngum og krönum þar sem þú fyllir á vatnið. Sérstaklega geta þó endar á vatnsslöngum mengast af gerlum vegna óhreinna vatnstanka frá fyrri notendum  eða óhreinni geymslu. Eftir mengun frá einungis nokkrum gerlum geta þeir fjölgað sér á hreint ótrúlegum hraða sem þó er háð hitastigi. Til þess að hafa drykkjarvatnið hreint og til þess að geta geymt drykkjarvatn í lengri tíma mælum við eindregið með notkun ACUA CLEAN.ACUA CLEAN er efni sem er unnið úr silfri og er þar af leiðandi bakteríudrepandi. Það tekur um það bil 4 klst.að gerilsneyða vatn,þó með tilliti til gerilfjölda. Þar sem silfur eyðist mjög hægt í vatni getur vatnið þitt verið gerilsnautt í allt að 6 mánuði. ACUA CLEAN er bæði bragð- og lyktarlaust. Silfurmagn ACUA CLEAN fer ekki yfir það magn sem uppgefið er sem hámark hjá íslenskum yfirvöldum og er samþykkt af Hollustuvernd ríkisins.

PURA TANK:
  Hreinsar og bakteríuhreinsar vatnstanka,dælur,slöngur,rör og krana og er algjörlega skaðlaust mönnum. Að geyma vatn við ljós og hita eru kjör-aðstæður fyrir vöxt gerla. Þess vegna mælum við með því að þú hreinsir drykkjarvatnskerfið þitt (einu sinni til tvisvar á ári) með PURA TANK. PURA TANK er sýklahreinsandi efni byggt á súrefni og er laust við klór. Atóm súrefnis drepur sýkla,gerla og aðra mengunarvalda við snertingu. Aðal kostir PURA TANK eru þeir að það vinnur án klórs og hefur það engin áhrif á bragð né lykt vatnsins. PURA TANK er umhverfisvænt þar sem það brotnar einungis niður við súrefni og vatn og getur þess vegna verið losað út í umhverfið án nokkurra vandkvæða

CLEAN A TANK: Gegn kalk-úrgangi í vatnstönkum og slöngum.Hjálpar þér við að bæta bragð og lykt á drykkjarvatni.CLEAN A TANK er byggt á náttúrulegri sítrónusýru og silfri.Silfrið ver vatnskerfið þitt gegn gerlamengun.

Almennt: Notaðu aldrei vatn af óþekktum uppruna. Soðið vatn þarfnast 10-20 mín. suðu áður en það verður gerilsnautt. Gerlar geta fjölgað sér með ótrúlegum hraða með tilliti til ljóss og hita. Á mörgum stöðum er vatn klórmengað. Aukameðferð á vatni með efnum sem unnin eru úr klór geta valdið eiturefnaáhrifum.

Breytingar á skoðun húsbíla

Þann 9. janúar 2009 tók ný reglugerð um skoðun ökutækja gildi.

Meðal nýmæla eru að nú skal skoða húsbíla í maímánuði, óháð síðasta staf í bílnúmerinu. Heimilt er þó eins og með aðra bíla að koma 2 mánuðum fyrr eða síðar. En frá og með 1. ágúst bætist svo við svokallað vanrækslugjald sem er 15.000 kr. en heimilt er að lækka það í 7.500 sé það greitt innan mánaðar.

 

Sjá nánar á: http://www.us.is/id/1000329            

Reglugerð um skoðun ökutækja má finna á: http://www.us.is/id/1074

 

Eðlilegast er að láta skoða húsbílana strax eftir að þeir eru teknir úr vetrarhíðinu þannig að þeir séu ný skoðaðir í fyrstu ferð sumarsins.

En það er meira sem huga þarf að fyrir sumarnotkun húsbílanna. Ég tel rétt að gaskerfið sé þrýsti- prófað ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti eins og gert er annarstaðar á Norðurlöndum og á meginlandi Evrópu. Nú eru a.m.k. þrír aðilar á landinu sem geta þrýstiprófað gaskerfi í húsbílunum en það eru: Víkurverk í Kópavogi, Seglagerðinni Ægir í Reykjavík og Bílrás ehf (Sigurður G. Valdimarsson) Fjölnisgötu 1a Akureyri.

 

Með húsbílakveðju,

Tómas Búi Böðvarsson

F 304

Galli/endurbætur á ísskápum

Eins og fram kom á vorfundi Flakkara á sumardaginn fyrsta hefur komið fram galli í festingu gasbúnaðar í tveggja hurða ísskápum frá Dometic, en þeir eru algengir í nýrri (og stærri) húsbílum og hjólhýsum.

Um er að ræða ísskápa af eftirfarandi gerðum frá Dometic: RM 7601, RM 7605, RM 7651, RM 7655, RM 7801, RM 7805, RM 7851, RM 7855, RMT 7651, RMT 7655, RMT 7851 og RMT 7855.

Allir þessir ísskápar eru með tvær hurðir, önnur fyrir kæliskápinn en hin fyrir frystihólfið.

 

Gallinn sem komið hefur fram er að gasbúnaðurinn er illa festur og hefur viljað losna og þá er mikil hætta á gasleka með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Dometic lagar (endurbætir) ískápana á sinn kostnað með því að bæta við tveimur festingum

á gasbúnaðinum aftaná ísskápnum. Það er gert með því að taka neðri loftræsti ristina sem er á hlið bílsins úr og bæta við festingum. Verkið tekur ekki langan tíma.

Þeir bíleigendur sem eiga ofannefnda ísskápa er eindregið hvattir til að hafa samband við Víkurverk í Kópavogi, sem er umboðsaðili Dometic eða Sigurð G. Valdemarsson (F200) í síma 893-3288 á Akureyri sem einnig hefur annast viðgerðir í samvinnu við Víkurverk.

Hafið samband sem fyrst, því ekki er vitað hversu lengi endurbæturnar verða ókeypis fyrir bíleigendur.

 

Með húsbílakveðju,

Tómas Búi Böðvarsson

F 304

Hér er grein sem Örn Sölvi Halldórsson hjá Neytendastofu skrifaði í Ferðalang félags húsbílaeigenda 2008.

– Fróðleikur um rafmagn í húsbílum og á tjaldsvæðum

Hér er fróðleg grein frá Tómasi Búa F304

Skaðleg hreinsiefni fyrir plastglugga og ljós

 

Það sem þarf að varast eða hafa í sambandi við tryggingar á ferðalögum:

https://vis.is/husbilar/

 

Sigrún A. Þorsteinsdóttir
Forvarnarfulltrúi – Einstaklingsviðskipti
Sími: 560 5395 – 660 5395 – sigrunth@vis.is

Vátryggingafélag Íslands hf – Ármúla 3 – 108 Reykjavík

http://www.vis.islagalegur fyrirvar