Aðalfundur og sumarkaffi
Flakkara félags húsbílaeigenda.
Ágætu félagar.
Aðalfundur Flakkara félags húsbílaeigenda verður haldinn í Laugaborg Hrafnagili fimmtudaginn 25. Apríl 2024 – sumardaginn fyrsta kl. 14:00.
Dagskrá fundarins skv. 7. grein laga félagsins:
- Formaður setur fundinn og tilnefnir fundarstjóra og ritara fundarins.
- Fundarstjóri kannar lögmæti fundarins og kynnir dagskrá hans.
- Formaður flytur skýrslu stjórnar.
- Gjaldkeri útskýrir reikninga félagsins.
- Umræða um skýrslu stjórnar, reikninga félagsins og afgreiðsla.
- Lagabreytingar ef einhverjar eru.
- Kosning í stjórn sbr. gr. 4. Kjósa þarf tvo í stjórn.
- Kosning skoðunarmanns reikninga sbr. gr. 4
- Kosning ferða- og skemmtinefndar fyrir árið 2025 sbr. gr. 4.
- Önnur mál.
Að fundi loknum verður svo árlegt sumarkaffi félagsins. Greiða þarf kr. 1,500,kr. fyrir kaffið með peningum – enginn posi á staðnum.
Stjórnin vill taka fram að allar breytingar varðandi félaga svo sem heimilisföng eða símanúmer eða annað sem þarf að leiðrétta í nýju félagatali og heimasíðu þarf að berast til formanns fyrir aðalfund því þá verður bókin að vera tilbúin að mestu leyti. Netfangið er gunska@simnet.is eða bara hringja í Gunnar S. í síma 8944928.
Sjáumst svo sem flest á sumardaginn fyrsta og gleðjumst saman yfir komandi ferðasumri.
ATH Félagsskírteinið fylgir með fundarboðinu til þeirra sem greitt hafa félagsgjaldið.
Stjórnin