Aðalfundur og
sumarkaffi
Flakkara félags húsbílaeigenda.
Ágætu
félagar.
Aðalfundur Flakkara félags húsbílaeigenda verður haldinn í Hlíðabæ
Hörgársveit fimmtudaginn 20. Apríl
2023 – sumardaginn fyrsta kl. 14:00.
Dagskrá
fundarins skv. 7. grein laga félagsins:
1. Formaður setur fundinn og tilnefnir fundarstjóra og
ritara fundarins.
2. Fundarstjóri kannar lögmæti fundarins og kynnir
dagskrá hans.
3. Formaður flytur skýrslu stjórnar.
4. Gjaldkeri útskýrir reikninga félagsins.
5. Umræða um skýrslu stjórnar, reikninga félagsins
og afgreiðsla.
6. Lagabreytingar ef einhverjar eru.
7. Kosning í stjórn sbr. gr. 4. Kjósa þarf formann og tvo aðra í stjórn.
8. Kosning skoðunarmanns reikninga sbr. gr. 4
9. Kosning
ferða- og skemmtinefndar fyrir árið 2024 sbr. gr. 4.
10. Önnur mál.
Að fundi loknum verður svo árlegt
sumarkaffi félagsins. Greiða þarf kr. 1,500,kr. fyrir
kaffið með peningum – enginn
posi á staðnum.
Stjórnin vill taka fram að allar
breytingar varðandi félaga svo sem heimilisföng eða símanúmer eða annað sem
þarf að leiðrétta í nýju félagatali og heimasíðu þarf að berast til formanns
fyrir aðalfund því þá verður bókin að vera tilbúin að mestu leyti. Netfangið er
gunska@simnet.is
eða bara hringja í Gunnar
S. í síma 8944928.
Sjáumst svo sem flest á
sumardaginn fyrsta og gleðjumst saman yfir komandi ferðasumri.
ATH Félagsskírteinið fylgir með fundarboðinu til
þeirra sem greitt hafa félagsgjaldið.
Stjórnin