Kæru Flakkarar. Ferðanefndin er búin að funda um vorferðina í Funaborg og niðurstaðan er sú að við sjáum ekki annað í stöðunni en að fella þessa ferð niður vegna leiðinda veðurs. Okkur þykir þetta mjög leitt, við vorum alltaf að vonast til að þetta gengi upp en því miður er veðurútlitið ekki gott. Við getum ekki frestað þessari ferð því Funaborg er ekki laus allan júní. Frekari upplýsingar koma seinna. Endilega látið þetta berast til sem flestra.
Kærar kveðjur Ferðanefnd 2024