Jæja kæru Flakkarar,, eru ekki allir til í vorferð?
Ferðanefndin er búin að vera að leita að húsi og loksins fannst eitt. Þannig að það verður vorferð að Melum í Hörgárdal föstudaginn 14 júní til sunnudags 16. júní.
Því miður er mjög takmarkað rafmagn á staðnum, og getum við ekki lofað nema þeim sem þurfa nauðsynlega á því að halda.
Dagskráin verður þannig:
Á föstudagskvöldið verður spilavist kl. 20:00 eftir það syngjum við inn sumarið (munum eftir söngbókinni).
Á laugardaginn verður markaður kl 13:00.
Kaffiveitingar í boði ferðanefndar kl. 15;00.
Ball með Stulla um kvöldið kl. 21:00 til ??
Gjaldið fyrir helgina er 6000 kr á bíl
Gott væri að þið látið vita um mætingu og endilega látið þetta berast til sem flestra.
Mætum hress og kát í fyrstu ferð.
Kveðja Ferðanefnd 2024